Herborg SF-69

Haffæriskírteini í gildi til ágúst 2026. Yanmar vél, gerð: 6LY2A-STP. Beint drif, V-gír. Kassar að aftan. Tölva getur fylgt (gömul). Fimm kör fylgja. Bátakerra fylgir (á einni hásingu).

Snarfari AK-17

Yanmar vél. Hæggengur. Gott stél að aftan og góðir síðustokkar. Vel búinn tækjum og þrifalegur bátur að sögn eiganda. Nýtt/nýlegt: Raymarine sjálfstýring, Furnuno 588 dýptarmælir, vagn (upp og niður vagn). Eldri Garmin sambyggður GPS og dýptarmælir. Spjald tölva til að nota fyrir HD boating plotter.

Austfirðingur SU-205

Víkingur 1135. Línu og færa bátur. Vél er Caterpillar C12. Báturinn er vel búinn til línuveiða. Lína yfirfarin í landi og lagt í gegnum beitningarvél (handymag kerfi). Einnig er til rekkakerfi í bátinn. Auðvelt er að breyta yfir á færi en lúgur sem auðvelt er að fjarlægja eru á stjórnborðssíðu bátsins sem teknar eru í burtu og opnast þá SB síðan. Tekur 8-10 tonn í kör. Öll helstu siglingatæki eru í bátnum: Siglingatölva, radar, dýptarmælir, sjálfstýring, talstöð ofl.

Osman BA-47

Með haffæri fram í lok nóv. 2025. Stór og öflugur inverter, með landrafmagnstengingu, 24 volt í bátnum. Í bátnum er örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél og grill. Það er olíumiðstöð og kojur fyrir tvo. Báturinn er útbúinn til netaveiða og tengingar fyrir handfærarúllur í vélarrúmi (handfærarúllur fylgja ekki). Auka vél gæti fylgt (samskonar vél 120 hestöfl að sögn eiganda).

Bátar fyrir ferðaþjónustu!-Bía VE og Súlli VE

Til sölu félag í ferðaþjónustu stofnað í Vestmannaeyjum 2018, Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf., sem á tvo báta Bía VE nr. 7877 og Súlla VE nr. 7847, ásamt 20 feta gámi fyrir búningaaðstöðu, klifurbúnað, sigbelti, og öðru tengdu ferðaþjónustu félagsins! Vefsíða: www.saca.is. Skoðunarferðir við Heimaey. Fyrirtækið hefur skapað sér góðan orðstý eins og meðmæli inni á Tripadvisor t.d bera með sér. Áhugasamir hafið samband og fáið nánari upplýsingar! Upplýsingar um Bíu VE nr. 7877: Axopar 28 cabin smíðaður árið 2014. Mesta lengd 9.07m. Skráð lengd 8,67m. Breidd 2,82m. Br.tonn 6,63.

Guðrún AK-9

John Deer vél gerð 6068SFM85 (skv. skráningu Samgöngustofu). Olíu tankar nÿ hreinsaðir vinnu hraði 10 mílur Sjálfstýring með útistýri, útvarp, sími, smúl. Inverter, landtenging. Nýlega yfirfarnir barkar, stjórntæki o.fl. Nýlega hreinsaðir olíutankar. Fimm blaða skrúfa.

Pálmi ÍS-24

Ný vél í bátnum! Víking 700, lengdur og dekkaður. Haffæri fram í mars 2025. Nýtt/nýlegt að sögn eiganda: Vél, skrúfa, öxull, gír, rafmagn. Grásleppuveiðarfæra gætu fylgt. Vinnuhraði er um 12 mílur að sögn eiganda.

Steinn SF-124

Vél Yanmar 190hp árgerð 1999. Að sögn eiganda gengur báturinn 15 mílur tómur med ís og 12 mílur með 800 kg skammtinn. Suzuki Dýptarmælir. Góður plotter að sögn eiganda, Samyang með fjarstýringu. Sjálfstýring er gömul (léleg að sögn eiganda). Raymarin talstöð. 12 og 24v rafmagn. Tveir nýir 230 ampera rúllugeymar. Þrjár lensur og einn smúll. Báturinn hefur góðan burð og getur tekið um 2.5 tonn í kör að sögn eiganda. Vel umgenginn bátur. Með haffæri til júni 2026.

Stormur GK-78

Mótunarbátur. Mitsubishi vél keyrð að sögn eiganda um 300 klst og er 70 hz. Vélin og nýr gír voru sett í bátin í fyrra að sögn eiganda. Árs gamall olíublásari. Rafmagnstýring. Nýtt haffæri.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS