Fiskibátur frá Mótun. Vél er að sögn eiganda keyrð um 570 tíma, sparneytin. Palladekk. Síðustokkar og skutkassar. Góð sjálfstýring og rafmagns-innistýri sem er hluti af vélarpakkanum frá Volvo. Einnig plotter sem hluti af Volvo-pakkanum. Góðir geymar, þar af tveir nýlegir Góður eldri Hondex dýptarmælir. Garmin plotter. Nýr TimeZero Professional frá í sumar ásamt nýrri tölvu og skjá. Tveir inverterar annar fyrir 12v og hinn fyrir 24v. Örbylgjuofn og kælibox. Nýlegur skipstjórastóll frá Bílasmiðnum. Miðstöð frá vél og einnig díselmiðstöð frá Autoterm. Í lest eru fjögur 350 lítra fiskikör og gott pláss til hliðar við þau. Eitt ker er á dekki fyrir ís.