Um okkur

Fyrirtækið var stofnað 1980 og hefur á löngum starfstíma miðlað fjölda skipa og báta. 

Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á hátt þjónustustig, öryggi og framsækni í störfum en með því að velja okkur sem samtarfsaðila tryggir þú þér bestu fáanlegu þjónustu á sviði skipasölu á Íslandi.  Að koma saman mönnum í viðskipti með þeim hætti að báðir aðilar standa sáttir upp frá samningaborðinu er það sem hefur gert það að verkum að Skipasalan bátar og búnaður hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir traust, þekkingu og árangur.
 
Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð starfsmanna og gagnkvæman ávinning allra hlutaðeigandi í viðskiptunum.  Við höfum reynslu af mismunandi gerðum af bátum s.s aflamarksbátum, krókaaflamarkssbátum, línubátum, dragnótabátum, strandveiðibátum, fjölveiðiskipum, nótaskipum, togurum , frystiskipum, farþegaskipum, sportbátum, seglskútum, snekkjum eða nýsmíði.  Miðlun á kvóta og aflamarki er mikilvægur hluti af starfseminni og við sinnum af kostgæfni miðlun á aflamarkskvóta, krókakvóta , grásleppu- leyfum og öðru slíku.
 
Við erum með uppfærða söluskrá, endilega hafið samband við Guðjón Guðmundsson í síma 562 2551.  Svörum öllum tölvupósti sem berst á skip@batarogbunadur.is eða gudjon@batarogbunadur.is.  Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu hvort heldur þú vilt selja eða kaupa bát, skip eða kvóta.
 
Við erum með þér alla leið!
                                                                                                        
Opnunartími:
Hægt er að ná okkur í síma milli kl. 15.00-18.00 í síma 562 2551 alla virka daga, símsvari ef ekki er svarað, eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið: skip@batarogbunadur.is.  Svörum öllum tölvupósti.
 
Staðsetning:    
Skrifstofu- og fundaraðstaða að Háaleitisbraut í Reykjavík en þó ekki opið á föstum tímum.  Hafið endilega samband símleiðis eða tölvupóst.  Póst skal senda á Skipasöluna báta og búnað, pósthólf nr. 98, 200 Kópavogur.