SAGA 25 norsk smíði. Þrjár nýlegar lensidælur og ein nýleg spúldæla á dekki. Vél er að sögn eiganda 230 hz keyrð um 2045 klst, hraðgengur. Sami eigandi síðan 1998, sami aðili hefur séð um og viðhaldið tækjum og tólum um borð. Allar dýnur í lúkar með nýlegu ytra birði og nýlegir tveir stólar í stýrishúsi. Snyrtiaðstaða í sér klefa í lúkar ásamt salerni með vaski og rennandi vatni.